Hafdís okkar kveður í kaffiteríunni

15.des.2022

Í morgun komu margir starfsmenn FAS niður á Nýtorg og drukku kaffibollann sinn þar. Það var þó ákveðið tilefni og það var að kveðja hana Dísu okkar sem hefur séð um veitingasöluna síðustu fimm árin.

Nú er komið að starfslokum hjá henni og vildum við sýna smá þakklætisvott sem Lind skólameistari afhenti. Við eigum örugglega eftir að sakna hennar og allra kræsinganna sem hún hefur töfrað fram. Við óskum henni alls hins besta um ókomin ár.

Aðrar fréttir

Klettaklifur í fjallamennskunámi FAS

Klettaklifur í fjallamennskunámi FAS

Dagana 3. - 6. maí fór fram valáfangi í klettaklifri fyrir nemendur í grunnnámi fjallamennsku FAS. Að þessu sinni hittumst við á höfuðborgarsvæðinu og klifruðum á fjölbreyttum svæðum í kringum höfuðborgina en það er skemmtilegt fyrir nemendurna að kynnast fjölbreyttum...

Haus hugarþjálfun og FAS í samstarf

Haus hugarþjálfun og FAS í samstarf

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu og Haus hugarþjálfun hafa gert með sér samkomulag um að nemendur á afreksíþróttasviði FAS hafi aðgang að Haus hugarþjálfunarstöð.  Þar læra nemendur að setja sér góð markmið, auka sjálfstraust og bæta einbeitingu en þetta eru...

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...